Hlaupatímabilið að nálgast.

Nú er stutt í að hlaupatímabilið byrji fyrir alvöru þó að að sjálfsögðu séu vetrarhlaupin ávalt á sínum stað. Í apríl er á dagskrá hið árlega Víðavangshlaup ÍR sem nú er hlaupið í 99. skipti þann 24. apríl og svo tveimur dögum síðar er vormaraþon Félags maraþonhlaupara.

Á sama tíma og hlaupatímabilið er að byrja þá er gönguskíðatímabilinu að ljúka með tveimur skemmtilegum leiðum. Fyrst er að nefna Orkugönguna þar sem gengin er 60 km leið frá Kröflu í Mývatnssveit til Húsavíkur en það mót fer fram 12. apríl og svo er það hápunktur ársins í gönguskíðaheiminum hér á Íslandi þegar Fossavatnsgangan fer fram í byrjun maí.

Það er margt spennandi framundan og Tímataka.net ætlar ekki að missa af því.

Submit a Comment

Your email address will not be published. Required fields are marked *

You may use these HTML tags and attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <strike> <strong>